Veðurblíða

Skrifað 10 July 2009


Veðurblíðan hefur leikið við okkur undanfarið og hitinn jafnvel mælst vel yfir 20°C.  Svo virðist sem ísvélin í verslun Samkaupa hafi ekki alltaf þolað álagið, enda mikil íssala á svona dögum, og nokkrum sinnum hefur starfsfólk þurft að hvíla hana frá gráðugum ísgleypum.  Það er gaman að sjá mannlífið blómstra á svona dögum og gott rennsli er í verslun, bakarí, pizzustað og kaffihús auk þess sem önnur fyrirtæki hafa nóg fyrir stafni.  Aðilar frá kvikmyndafyrirtækinu Poppoli hafa komið sér fyrir í Búðardal ásamt úrvalsliði leikara og annarra sem koma að upptökum á nýjustu kvikmynd Dalamannsins og leikstjórans Ólafs Jóhannessonar.  Það á eflaust eftir að verða fín skrautfjöður í hinu blómstrandi mannlífi Dalanna. 

Sjá fleiri myndir í myndasafni "Júlí 2009".