Útkall að Hnjóti 21. júní

Skrifað 28 June 2009


Erlendir ferðamenn lentu í því óhappi að húsbíll þeirra bilaði á Hnjóti á Vestfjörðum.  Beiðni barst Unnsteini í KM um að fara með bílaleigubíl vestur og ná í bilaða bílinn.  Þegar komið var á leiðarenda fengu ferðamennirnir bílaleigubílinn en bilaði bíllinn var töluvert stærri en upplýsingarnar gáfu sem lágu fyrir í byrjun ferðar.  Því var vélaflutningavagn fenginn frá Patreksfirði sem fór með bílinn til Reykjavíkur í næstu áætlunarferð þaðan.