sjomannadagurinn

Skrifað 5 June 2010


Í Búðardal var tekið forskot á sjómannadaginn og sérstök sjómannadagshátíð haldin degi fyrr, á laugardegi.  Að venju fór dagskráin fram við höfnina og var í höndum Björgunarsveitarinnar Óskar.  Keppt var í brettahlaupi og koddaslag og keppendur sáu svo sannarlega um að kitla hláturtaugar áhorfenda.  Björgunarsveitinni var færð gjöf frá Lionsmönnum og var það Þorkell Cýrusson formaður sem afhenti Birni Antoni Einarssyni formanni Björgunarsveitarinnar nætursjónauka.  Eftir það var boðið upp á siglingar í Hvammsfirðinum.  Í Leifsbúð gat mannskapurinn sest niður og gætt sér á sjávarfangi, kaffi og ýmsu öðru girnilegu.  Hægt er að sjá myndir í myndamöppu.