Röngu eldsneyti dælt á bíl

Skrifað 8 July 2009


Laugardaginn 4. júlí fór Kalli af stað á kranabílnum að sækja bíl í nágrenni Lauga í Sælingsdal.  Þar var umræddur bíll farinn að haga sér einkennilega og bílstjórinn var þá fljótur að átta sig á því að hann hafði tekið rangt eldsneyti í Búðardal.  Hann hafði dælt bensíni á díselbílinn, margar krónur sem fóru fyrir lítið þar.  Bíllinn var fluttur í Búðardal og dælt af honum í KM þjónustunni á næsta virka vinnudegi.  Svona mistök virðast alltof algeng og það lítur út fyrir að þeim hafi fjölgað eftir að bensín- og díseldælur voru settar undir sama hatt í stað þess að vera aðskildar áður fyrr.  Það má velta því fyrir sér hvort bensínstöðvar gætu dregið úr þessum kostnaðarsömu mistökum með því að auka við merkingar á eldsneytistönkum.