Planið tekið í gegn

Skrifað 14 September 2010


Í ágúst tóku KM bræður sig til og löguðu planið í kringum KM-þjónustuna.  Þá var lögð olíumöl í samstarfi við aðra húseigendur á Vesturbraut 20 á sama tíma og sveitarfélagið lagði á planið á nýju gámasvæði.  Gilbert Hrappur og Einar Kristjáns sáu um malarflutning í undirlagið og Sæmundur Jóhanns sá um að hefla og slétta svæðið.  Fyrirtækið Blettur lagði olíumölina.  Sjá myndir í myndamöppu.