Peningafundur

Skrifað 20 August 2015


Það er alltaf gaman að geta sagt fréttir af góðverkum og heiðarleika.  Í gær var einn viðskiptavinur okkar svo óheppinn að missa pening út úr bílnum á bílastæði KM þjónustunnar og án þess að veita því athygli.  Upphæðin var að vísu ekki stór en það er svo sem aukaatriði í þessari frásögn.  Fljótlega kom einn af okkar viðskiptavinum inn með peninginn í hendi og lét okkur vita af því að hann hafði fundið hann úti og taldi jafnvel að eigandinn væri sá sem hafði keyrt af stæðinu stuttu áður.  Að sjálfsögðu settum við okkur í samband við viðkomandi og reyndist hann réttur eigandi.  Eigandinn virtist ekki hafa stórar áhyggjur af upphæðinni en var hæst ánægður með heiðarleika þess sem fann peninginn og stuðlaði að því að réttur eigandi fyndist.