Þorrablót Laxdæla 2010

Skrifað 24 January 2010


Þorrablót Laxdæla tókst með eindæmum vel, skemmtiatriði gengu út á það sem menn hafa gert af sér á síðasta ári en þó var víða aukið í.  Að sjálfsögðu var þar unnið með héraðslögreglumennina okkar Geira og Grana, hinn síunga vinnustað Samkaup, tíð vinnustaðaskifti, verktakana Gilbert, Einar, Jóa og Gunna Jóhanns í sínum bílaleikjum, nýbyggingar í Snobbhill (Stekkjarhvammi), klaufabárðana Viðar og Pétur, sveitastjórnina, Bjarna á sprungnu dekki, KM þjónustuna og margt, margt fleira. Þetta var allt í boði Sýslumannsins í Búðardal, hvort sem hann tekur undir það eða ekki.  Eins og við er að búast á góðu blóti var gott úrval matar og var það Freyja Ólafsdóttir sem sá um matinn.  Myndir frá blótinu eru komnar í myndaalbúm.