odrjugshals

Skrifað 21 January 2015


Bilaði á Ódrjúgshálsi

Í morgun barst KM þjónustunni beiðni um viðgerð en á Ódrjúgshálsi var vöruflutningabíll stopp og teppaði alla umferð stærri bíla. Kalli og Villi fóru að Ódrjúgshálsi til verkefnisins en þegar þurfti að sækja nauðsynlega bolta fyrir viðgerðina, þ.e. fara í veg fyrir bíl við Þröskulda, komu þeir að öðrum í vanda á Hjallhálsi. Hafði hann runnið þversum á veginum og KM menn spiluðu bílinn aftur upp.  Að því loknu var erindinu að Þröskuldum sinnt og farið aftur til baka að Hjallhálsi í áframhaldandi viðgerðarvinnu.