Kaffihúsakvöld

Skrifað 3 December 2010


Fimmtudaginn 2. desember var haldið kaffihúsakvöld í Auðarskóla.  Þar var fólki skemmt með söng, leikritum, spurningakeppni milli foreldra og nemenda (foreldrar töpuðu með miklum mun) og einnig var keppni í förðun sem hinir þrælvönu Kiddi og Skjöldur unnu.  Hér til hliðar má sjá mynd af Skildi förðunarmeistara að farða supermodelið sitt og eins og sjá má var þetta óaðfinnanlegt hjá þeim félögum.  Eyjólfur skólastjóri og Jón Pétur danskennari voru verðugir andstæðingar en haft er eftir sigurvegurum keppninnar að þeim stjóra og dansara sé farsælast að halda sig bara við sín fyrri störf.  Gestum var boðið upp á ljúffengt kakó og "skólabakaðar" kökur að hætti nemenda.  Þetta góða skemmtikvöld endaði með glæsilegu happdrætti. 
Sjá myndir í desembermöppu.