Þjóðvegur 66

Skrifað 20 July 2015


Talsvert hefur verið um útköll á dráttarbílum KM þjónustunnar það sem af er sumri og nú síðast var þörf á dráttarbíl upp á Kollafjarðarheiði.  Þar var einsdrifs fólksbíll pikk fastur í stórgrýti en leiðin er að öllu ófær og skráð sem slík hjá Vegagerðinni.  Um var að ræða erlenda ferðamenn en björgunarsveitin Heimamenn á Reykhólum náði í þá um nóttina og barst svo útkallið til KM þjónustunnar morguninn eftir.