Hvít jörð

Skrifað 21 October 2010


Alhvít jörð í Dölum.  Það ber ekki á öðru en að það sé komin hálka í Dölum og margir vilja komast á nagladekk.  Stöðugur straumur hefur verið af bílum í umfelgun hjá KM-þjónustunni, menn sitja sveittir við að negla og umfelga allar stærðir af bílum.