Óhapp á Steinadalsheiði 23. júní

Skrifað 23 June 2009


Það má með sönnu segja að það hafi verið heppni í óheppni að ekki fór verr þegar spindilkúla gaf sig á Honda bifreið á Steinadalsheiði.  Spindilkúlan var svo slitin að hún fór í sundur og sleit bremsuslönguna með þeirri afleiðingu að stýrisbúnaður og bremsur bifreiðarinnar urður óvirkar.  Svo vildi til að ökumaður var á leið um bratta brekku á lítilli ferð þannig að bifreiðin hélst á veginum þegar atvikið átti sér stað.  Spila þurfti bílinn upp á pall aftan í kranabíl og fór Binni með hann til viðgerðar í KM þjónustuna.