Vorlestin

Skrifað 4 April 2014


Vorlestin verður við KM þjónustuna í Búðardal kl. 18:00-21:00 í kvöld. Fyrirtækin Jötunn vélar, Lífland, Mjöll-Frigg, Vís og N1 ætla að kynna vörur sínar og þjónustu.  Á sama tíma verður opið í verslun KM þjónustunnar.  Sjáumst!

Lesa alla fréttina

Grub's skór

Skrifað 17 March 2014


Grub's reiðskór

Við erum með Grub's skófatnað til sölu í verslun KM þjónustunnar en í þeirri línu eru gegningaskór, reiðskór, kuldastígvél og barnastígvél.  Við erum með sýnishorn af öllum gerðum í verslun okkar og sérpöntum fyrir einstaklinga eftir óskum en einnig eigum við einhver númer á lager.

Lesa alla fréttina

Aðal bónerarnir

Skrifað 4 March 2014


Siggi prófaði mælaborðshreinsi á hausnum hans Skarpa

Aðal bónerar Akraness áttu ferð í Búðardal í vikunni og kíktu þeir við hjá okkur í KM þjónustunni.  Yfirbónerinn, sem veit allt um bón og kostnað, átti ekki til orð yfir verðinu á bónvörunum og bað okkur vinsamlegast um að hækka verðið á þeim því allt væri þetta miklu ódýrara heldur en á Akranesi.  Það er rétt að taka það fram að verðið fær að halda sér.

Lesa alla fréttina

Áburðarsala

Skrifað 27 January 2014


Unnsteinn Árnason sölumaður

Líkt og undanfarin ár sér KM þjónustan um áburðarsölu fyrir Áburðarverksmiðjuna.  Sölumaður er Unnsteinn Árnason.  Hægt er að senda fyrirspurnir og pantanir á netfangið irisbjorg@simnet.is eða hafa beint samband í síma 898 8210.

Lesa alla fréttina

Mannbroddar

Skrifað 24 January 2014


Mannbroddar fyrir börn

Mikil sala hefur verið í mannbroddum í vetur enda hálkutíðin búin að vera mikil.  Nú erum við loksins komin með nýja sendingu af mannbroddum fyrir börn og fullorðna.

Lesa alla fréttina

Gleðilega hátíð

Skrifað 24 December 2013


Starfsfólk KM þjónustunnar óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með þökk fyrir gamla árið.  

Lesa alla fréttina

Opnunartími um hátíðirnar

Skrifað 23 December 2013


Opnunartími um jól og áramót:

Lesa alla fréttina

Sæll dagur

Skrifað 27 November 2013


Sæll Dagur eftir Björn St. Guðmundsson

Sæll dagur er nýútkomin ljóðabók eftir Björn Stefán Guðmundsson frá Reynikeldu.  Bókin verður til sölu í KM þjónustunni fyrir jólin á 2000 kr.
Til hamingju með bókina Bjössi!

Lesa alla fréttina

Heimsókn

Skrifað 25 November 2013


KM þjónustan fékk góða gesti í heimsókn um helgina en þar var á ferðinni hópur frá Sjúkrahúsinu á Akranesi auk sjúkrabílstjóra frá Borgarnesi.  Það var ánægjulegt að fá hópinn í Dalina en þarna voru margir kollegar nokkurra KM karlanna en KM þjónustan hefur lengi verið viðloðandi sjúkraflutninga í Búðardal.  Hópurinn heimsótti einnig fjósið á Erpsstöðum og endaði kvöldið á jólahlaðborði á Vogi.  Sjá myndir í myndamöppu

Lesa alla fréttina

17 8 9 10 1122