Óskum eftir starfsfólki í sumarafleysingar

Skrifað 9 March 2016


KM þjónustan í Búðardal auglýsir eftir starfsfólki í sumarafleysingar:
- bifvélavirkja eða hæfum viðgerðarmanni á verkstæði. Meirapróf er kostur.
- starfsmanni í afgreiðslu í verslun KM þjónustunnar.
Nánari upplýsingar veitir Kalli í síma 8956677

Lesa alla fréttina

Óskuðu eftir dráttarbíl að Bláfjallavegi

Skrifað 2 March 2016


Þýskir ferðamenn höfðu samband við Kalla í KM þjónustunni upp úr miðnætti í nótt og óskuðu eftir dráttarbílaþjónustu. Sögðust þeir vera fastir og gáfu upp vegnúmer 417 og kom í ljós að þeir voru staddir við Bláfjallaveg. Sögðust þeir hafa fengið þetta símanúmer frá öðrum erlendum ferðamönnum fyrir norðan daginn áður, ekki fengust ítarlegri upplýsingar um hvar fyrir norðan þeir voru þá staddir. Þar sem dráttarbílaþjónusta KM þjónustunnar er talsvert fjarri Bláfjallavegi var ferðamönnunum leiðbeint með hvernig best væri að snúa sér til að fá aðstoð nær þeirra svæði.

Lesa alla fréttina

Framkvæmdir í KM

Skrifað 23 February 2016


Þessa dagana standa yfir framkvæmdir í KM þjónustunni en verið er að stækka við búðarhlutann inn af lager. Vegna framkvæmdanna hefur tímabundið þurft að þrengja mikið að í fóðurafgreiðslunni og það á köflum tafið afgreiðslu. En framkvæmdirnar koma þó ekki í veg fyrir að hægt sé að afgreiða út vörur og allar pantanir verða áfram við það sama.

Lesa alla fréttina

Skoðunardagar Frumherja 2016

Skrifað 27 January 2016


Upplýsingar um skoðunardaga hjá Frumherja árið 2016 í Búðardal eru komnar á vefinn. Sjá nánar undir hnappnum "Frumherji".

Lesa alla fréttina

Lokað vegna vörutalningar

Skrifað 8 January 2016


Við vekjum athygli á að lokað er í verslun KM þjónustunnar föstudaginn 8. janúar og mánudaginn 11. janúar skv. auglýsingu sem send var út fyrir jólin. Ath. verkstæði er opið.

Lesa alla fréttina

Þurfti að loka verkstæði vegna útkalls 6. janúar

Skrifað 6 January 2016


Alvarlegt bílslys varð milli Fellsenda og Erpsstaða í dag þar sem vöruflutningabíll lenti á hliðinni utan vegar en hálkublettir og mikið hvassviðri var á slysstað. Allir starfsmenn verkstæðis KM þjónustunnar voru boðaðir á slysstað, fjórir á vegum Slökkviliðs Dalabyggðar og einn til að sinna dráttarbílaþjónustu. Vegna þessa þurfti að loka verkstæðinu eftir hádegi en starfsfólk verslunar var á staðnum til að taka á móti viðskiptavinum og gera grein fyrir aðstæðum. Sjá nánar frétt á Skessuhorni: Alvarlegt umferðarslys í Miðdölum

Lesa alla fréttina

Gleðilega hátíð!

Skrifað 23 December 2015


Starfsfólk KM þjónustunnar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi árin.
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Lesa alla fréttina

Löndun í Búðardal

Skrifað 23 November 2015


Nú í nóvember hefur Sæfrost í samstarfi við KM þjónustuna gert tilraun til að landa beitukóngi við höfnina í Búðardal.  Kranabíll KM þjónustunnar hefur verið notaður til að hífa upp körin og hefur það reynst vel. Einu sinni hafa menn þó þurft að fresta löndun þar sem báturinn rakst niður í grjót þegar stóð á háfjöru og verður því að gæta að sjávarföllum þegar landað er.  Sjá myndir í myndamöppu nóvembermánaðar.

Lesa alla fréttina

Bóndi - ný bændastígvél

Skrifað 23 November 2015


Bóndi - bændastígvélin

Bóndi - bændastígvélin fást nú í KM þjónustunni. Stígvélin fást í stærðum 38-47 á 8.900 kr. Þetta eru stílhrein og þægileg gúmmístígvél með gripgóðum sóla. Þau eru víð um kálfana svo það loftar vel um fótinn. Eru með endurskinsmerki á hælum.

Lesa alla fréttina

Erlendir ferðamenn í vanda á Haukadalsskarði

Skrifað 26 October 2015


Þakklætið festist á mynd

Nú er vetur skollinn á með hvítri fönn og tilheyrandi kulda. Fyrir því fengu tveir erlendir ferðamenn að finna í dag þegar þeir ætluðu að ferðast til Akureyrar eftir dvöl á Snæfellsnesi.  Fóru þeir í gegnum Dali og ætluðu beina leið yfir Haukadalsskarð sem var skráð greiðfært. Þegar ferðamennirnir voru komnir langleiðina upp á efsta punkt skarðsins reyndi á að spóla sig í gegnum skafl og misstu þeir þá bifreiðina út af.  Þar sem símasambandslaust er uppi tóku þeir til þess bragðs að ganga til byggða og þökkuðu þeir sínu sæla þegar þeir mættu bændum við Kirkjufellsrétt eftir um 5 km göngu en þeir sömu hjálpuðu til við að kalla út dráttarbíl frá KM þjónustunni.  Annar ferðamaðurinn var með auka skófatnað í bílnum og greip hann með sér þegar þeir hófu gönguna frá bílnum, það kom honum vel þegar þurfti að vaða yfir á en hinn ferðafélaginn þurfti að gera sér lítið fyrir og vaða ána berfættur.  Það voru því kaldir en þakklátir ferðamenn sem kvöddu Dali í dag en þeir sögðust ætla að koma aftur síðar að sumarlagi til að skoða veginn yfir Haukadalsskarð.

Lesa alla fréttina

13 4 5 6 722