Bakarí opnar í Búðardal

Skrifað 14 June 2009


Bakaríið Brauðval opnaði að nýju í Búðardal í dag.  Dalamenn fögnuðu opnun og sitja nú sveittir í sætabrauðsáti í sól, hlýindum, rigningu og sumri.  Ingimar bakari hefur varla haft undan við að framleiða og er að eigin sögn mjög ánægður með viðtökurnar.  Hann stefnir að því að halda opnu fram á haust, a.m.k. til að byrja með.  Opnunartími virka daga er kl. 9:00-18:00 en laugardaginn 27. júní verður Brauðval 20 ára og af því tilefni verður opið þann dag og í kjölfarið hefst helgaropnun sem varir fram í ágúst. 
KM þjónustan fagnar opnun Brauðvals enda miklir stuðningsmenn bakstursiðnaðarins.  Til hamingju Ingimar og fjölskylda og allir sætabrautsdrengir/stúlkur!

Lesa alla fréttina

Annað útkall 1. júní

Skrifað 14 June 2009


Krani gamli með bilaðan bíl

Útkall var vegna bifreiðar sem hafði bilað við Skriðuland í Saurbæ.  Hjólbarðar bifreiðarinnar stóðu fastir þar sem olían var farin af gírkassanum.  Þetta var annað útkallið þennan daginn og svo virðist sem Binni hafi setið fastur í Krana gamla því hann sá einnig um þetta útkall.



Lesa alla fréttina

Kranabíll

Skrifað 14 June 2009


1. júní barst útkall frá lögreglu vegna bifreiðar sem fór út af vegi við Bæ í Reykhólasveit.  Binni fór á kranabílnum og flutti bifreiðina í Búðardal, þaðan var hún flutt til Reykjavíkur á vöruflutningabíl KM þjónustunnar.



Lesa alla fréttina

Sumarumferðin byrjuð

Skrifað 5 June 2009


Við í KM þjónustunni verðum óneitanlega vör við aukna umferð á vegum úti nú í upphafi júnímánaðar.  Það sýnir sig m.a. í aukningu á útköllum kranabíls.  Vikan hófst á útkalli hjá Unnsteini að Ljá þar sem Nissan bifreið hafði oltið ofan í skurð en engin slys urðu á fólki.  
Í öðru útkalli barst beiðni um aðstoð frá kranabíl á Þorskafjarðarheiði vegna Musso jeppa.  Í fyrstu taldi eigandi jeppans framdrifið vera brotið en eftir símtal töldu menn líkur á því að um bilun væri að ræða sem síðar reyndist vera hægt að lagfæra á staðnum.  Gísli leysti það verk vel af hendi og ferðalangarnir gátu haldið áfram áætlaðri ferð sinni í sumarbústað á Vestfjörðum.
Fljótlega eftir útkallið á Þorskafjarðarheiði fór Binni á kranabílnum að Gunnarsstöðum á Skógarströnd.  Útkall hafði borist frá Lögreglunni en tveir útlendingar höfðu lent í því óhappi að velta bílaleigubíl sínum, Suzuki Jimny.

Lesa alla fréttina

118 19 20 21 22