Öskudagurinn

Skrifað 18 February 2010


Það var mikið um að vera hjá ungmenninu á öskudaginn og margir flottir hópar sem létu sjá sig hjá okkur í KM þjónustunni.  Kalli reyndi eftir fremsta megni að stökkva frá skylduverkum (!) til að mynda þetta skrautlega lið og hægt er að sjá þá sem festust á mynd í febrúarmöppunni.

Lesa alla fréttina

Þorrablót Laxdæla 2010

Skrifað 24 January 2010


Þorrablót Laxdæla tókst með eindæmum vel, skemmtiatriði gengu út á það sem menn hafa gert af sér á síðasta ári en þó var víða aukið í.  Að sjálfsögðu var þar unnið með héraðslögreglumennina okkar Geira og Grana, hinn síunga vinnustað Samkaup, tíð vinnustaðaskifti, verktakana Gilbert, Einar, Jóa og Gunna Jóhanns í sínum bílaleikjum, nýbyggingar í Snobbhill (Stekkjarhvammi), klaufabárðana Viðar og Pétur, sveitastjórnina, Bjarna á sprungnu dekki, KM þjónustuna og margt, margt fleira. Þetta var allt í boði Sýslumannsins í Búðardal, hvort sem hann tekur undir það eða ekki.  Eins og við er að búast á góðu blóti var gott úrval matar og var það Freyja Ólafsdóttir sem sá um matinn.  Myndir frá blótinu eru komnar í myndaalbúm.

Lesa alla fréttina

Þorrablót

Skrifað 20 January 2010


þorrablót í Dölum verður í Búðardal 23-1,Saurbæ 30-1, Árbliki 6-2 og Staðarfelli 13-2.





Lesa alla fréttina

GLEÐILEG JÓL

Skrifað 24 December 2009


Við óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári.
Með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða,
KM-þjónustan.


Lesa alla fréttina

Myndir

Skrifað 9 December 2009


Öðru hverju eru settar inn nýjar myndir í mánaðarmöppur undir hnappnum 'myndir' auk þess sem eitthvað hefur verið sett inn af eldri myndum úr starfi KM þjónustunnar. 

Lesa alla fréttina

Haustfagnaður í Dölum

Skrifað 27 October 2009


Nú eru komnar myndir frá Haustfagnaði í Dölum í myndaalbúmið.  Því miður náðum við KM-ingar einungis myndum af tveimur af þeim fjölmörgu hljómsveitum sem tróðu upp á hinum mögnuðu rokktónleikum Slátrinu og einnig varð lítið um myndatökur á öðrum viðburðum.  Ef einhver lumar á skemmtilegum myndum frá hátíðinni og vill leyfa okkur að njóta til birtingar hér þá er fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband við KM karla í KM þjónustunni.





Lesa alla fréttina

Hús flutt að Magnússkógum

Skrifað 15 September 2009


Í dag flutti KM þjónustan hús frá Búðardal að Magnússkógum, nánar tiltekið frá Ægisbraut 5.  Flutningurinn gekk vel þrátt fyrir mikið hvassviðri en aðgerðn tók u.þ.b. 3 klst. frá því að húsið var híft á flutningabíl þar til það var látið síga á grunninn í Magnússkógum.  Helgi frá HSK krönum sá um að lyfta húsinu og Gummi lögga fylgdi flutningnum eftir með blikkandi bláum ljósum.  Hægt er að sjá myndir í september möppu undir myndahnappnum.

Lesa alla fréttina

Búslóðarflutningur, Búðardalur-Þórshöfn

Skrifað 24 August 2009


Fimmtudaginn 20. ágúst var haldið í hann að Þórshöfn með búslóð nýráðins sveitarstjóra Langanesbyggðar, Gunnólfs Lárussonar fyrrum sveitarstjóra Dalabyggðar.  Farið var af stað frá Búðardal um kl. 15:00 og komið til Þórshafnar kl. 23:30, þá voru að baki nærri 615 km.  Á föstudagsmorgni var búslóðin losuð og haldið að Sauðanesi við Langanes þar sem fyrirtækið Skör er til húsa.  Þar er framleiddur spænir úr rekaviði og fylltu KM menn flutningabíl og vagn af spæni sem KM þjónustan mun hafa til sölu í verslun sinni í vetur.  Í allt reyndist þetta vera 12, 5 tonn af íslenskri framleiðslu.

Lesa alla fréttina

Nýr kranabíll KM þjónustunnar

Skrifað 24 August 2009


KM þjónustan hefur nú endurnýjað kranabílinn.  Eigendur fyrirtækisins gerðu sér ferð alla leið á Reyðarfjörð til að sækja gripinn og var hann kominn í Búðardal um kl. 3:30 á laugardagsmorguninn 22. ágúst... eða nóttu!  Fyrsta útkall á nýjum bíl var síðan um miðjan laugardaginn en þá hafði bíll oltið á Skógarströnd.  Annað útkall barst stuttu seinna sama dag frá nágrenni Háafells í Miðdölum, þar var fólk í berjamó og varð fyrir því óláni að bifreið þeirra varð rafmagnslaus.  Starfsmenn KM þjónustunnar eru að vonum ánægðir með nýjan bíl enda viðbúið að hlutverk þjónustubifreiðar geti orðið viðameira með aukinni umferð um Dali.

Lesa alla fréttina

Nýjar myndir

Skrifað 9 August 2009


Nú eru komnar nýjar myndir í júlí- og ágústmöppur á myndasíðunni auk mynda frá tökum á kvikmyndinni Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar.










Lesa alla fréttina

118 19 20 21 22