Landinn

Skrifað 8 March 2011


KM þjónustan var heimsótt af Gísla fréttamanni og Kalla upptökustjóra úr þættinum Landanum í dag.   KM Kalli fékk það hlutverk að vera viðmælandi og var spurður út í viðgerðir á bílum, umferð gegnum Dali, starfsemi KM og margt fleira.  Þeir félagar voru duglegir að mynda, bæði að innan sem utan.  Þátturinn verður sýndur á RÚV í mars en eins og sést eru menn heldur smekklega skreyttir skeggi enda mottumars í fullum gangi.

Lesa alla fréttina

Áburðarsala 2011

Skrifað 2 March 2011


Keyrt frá Hólmavík

Áburðarsala er hafin hjá KM þjónustunni, erum við með umboðssölu fyrir Áburðarverksmiðjuna á svæði Dalabyggðar og flytjum einnig áburðinn beint heim til bænda ef óskað er. Þjónustufulltrúi er Unnsteinn Árnason, sími 4341611 og gsm 8988210.  Það er alltaf kaffi á könnunni í verslun okkar (nema þegar Tobbi klárar það) og þar er einnig hægt nálgast áburðarbæklinga.

Lesa alla fréttina

Útafkeyrsla

Skrifað 2 March 2011


Útkall var þegar Nissan bíll fór útaf í miklu krapi suður í Borgarfirði.  Spila þurfti bílinn upp úr skurði og gat hann haldið áfram ,þarna voru útlendingar á ferð.
Lesa alla fréttina

Kreppan

Skrifað 25 February 2011


Ýmislegt er sett í viðgerð í KM þjónustunni. Einn góður maður kom með gúmmískó í viðgerð til að láta sóla þá, taldi hann betra að gera það en að fara í Borgarnes og kaupa eina slíka; já góði.

Lesa alla fréttina

112 dagurinn

Skrifað 12 February 2011


Vegna aðkomu KM karla að 112 deginum í Búðardal megum við til með að minna á þann viðburð hér:
Í tilefni 112 dagsins verður kynning á starfsemi neyðarþjónustuaðila í húsnæði Björgunarsveitarinnar Óskar laugardaginn 12. febrúar, kl. 13:00-16:00.
Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi sem tengist því.  Björgunarsveitin og sjúkraflutningamenn í Dalabyggð taka á móti gestum og gangandi.

Lesa alla fréttina

Bílvelta

Skrifað 4 February 2011


Hinn eini sanni lögreglumaður í Búðardal mætti á svæðið og tók slysið út.  Hvernig verður þetta þegar búið verður að skera niður úr einum í engan?
Lesa alla fréttina

Á hliðina

Skrifað 14 January 2011


Útkall á kranabifreið varð upp úr sex á fimmtudagsmorguninn, 13. janúar, en beislisvagn hafði fokið á hliðina sunnan meginn við Bröttubrekku.  Spila þurti vagninn niður svo hann fyki ekki fram af kantinum, svo var hann tekinn aftan úr vörubílnum þannig að hann kæmist áfram.  Völundur kom með krana og reisti hann á réttan kjöl og dró hann beint til Reykjavíkur.

Lesa alla fréttina

Gleðilegt nýtt ár!

Skrifað 30 December 2010


KM þjónustan þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða og óskar landsmönnum öllum farsældar og gleði á nýju ári.
- Hátíðarkveðjur frá starfsfólki.Lesa alla fréttina

Skötuveisla

Skrifað 27 December 2010


Þar sem karlpeningurinn innan KM þjónustunnar er þekktur fyrir mikla matarást var þörf á að halda annað matarboð í desember og á Þorláksmessu var haldin skötuveisla á verkstæðinu.  Þar naut Binni litli rútustrákur sín einstaklega vel og sýndi okkur hinum hvernig ástríðufullir kokkar eiga að vera.

Lesa alla fréttina

Jólahlaðborð

Skrifað 27 December 2010


KM þjónustan bauð starfsliði sínu á jólahlaðborð sem haldið var á heimili Unnsteins og Írisar, en þau lögðu sig hvað mest fram við undirbúninginn ásamt Röggu Tobbakonu.  Það var mikið borðað, drukkið, hlegið og grátið gleðitárum og var það förupilturinn (bílstjórinn) Viðar sem stóð sig hvað best í að koma mönnum í gráthlátursgírinn... og það var góður gír!

Lesa alla fréttina

115 16 17 18 1922