Ófærð á Bröttubrekku

Skrifað 1 November 2010


Stundum er erfitt að vera flutningabílstjóri á sexhjóla bíl í ófærð á leiðinni upp Bröttubrekku og ekki síst þegar dekkin teljast ekki mjög góð. Trailer KM-þjónustunnar stoppaði á suðurleið í dag, fara þurfti með fleiri keðjur og bæta á bílinn. Þetta sýnir að alltaf kemur veturinn jafn mikið á óvart á Íslandi.