Eigendaskipti hjá KM

Skrifað 4 September 2020


Kæru viðskiptavinir.
KM þjónustan ehf. hefur verið í góðum og farsælum rekstri síðustu tuttugu árin og nú er komið að tímamótum hjá eigendum sem hafa ákveðið að selja reksturinn. Kaupandi og nýr eigandi KM þjónustunnar er Vilhjálmur Hörður Guðlaugsson sem hefur starfað hjá fyrirtækinu síðastliðin átta ár. Eigendaskipti fóru fram 1. september.

KM þjónustan verður áfram rekin í sömu mynd, þ.e. verkstæði, verslun og dráttarbílaþjónusta ásamt ýmissi þjónustu sem fyrirtækið hefur annast.

Seljendur, Karl Ingi og Steinunn, starfa áfram hjá KM þjónustunni og færir Karl sig yfir í verkefni á verkstæði en Steinunn sinnir áfram sambærilegum störfum á skrifstofu/verslun.

Við óskum nýjum eiganda til hamingju með fyrirtækið og velfarnaðar í rekstri fyrirtækisins.

Viðskiptavinum okkar þökkum við kærlega fyrir viðskiptin í gegnum árin og góð kynni.
Karl Ingi og Steinunn.