Bílvelta

Skrifað 26 August 2015


Bílvelta var við Miðskóg í Dölum um níu leytið í morgun. Bílinn lenti utan vegar en náði aftur upp á veginn og valt þar á hliðina.  Dráttarbíl þurfti til að fjarlægja bílinn en hann mun vera talsvert tjónaður.  Einn maður var í bílnum og var hann fluttur til eftirlits á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Búðardal.