10

Skrifað 8 March 2010


KM þjónustan átti 10 ára afmæli 1. mars og því var fagnað s.l. sunnudagskvöld með því að bjóða starfsmönnum og mökum að Hraunsnefi í Borgarfirði.  Sveinn á Staðarfelli sá um að koma mannskapnum milli staða, en á Hraunsnefi átti hópurinn saman góða stund yfir mat og drykk.  Þann 20. mars er stefnt að því að hafa opið hús í húsnæði KM þjónustunnar þar sem sveitungum og öðrum viðskiptavinum verður boðið upp á léttar veitingar, nánar auglýst síðar.  Hægt er að sjá myndir frá Hraunsnefi í myndamöppu marsmánaðar.