Þurfti að loka verkstæði vegna útkalls

Skrifað 6 January 2016


Alvarlegt bílslys varð milli Fellsenda og Erpsstaða í dag þar sem vöruflutningabíll lenti á hliðinni utan vegar en hálkublettir og mikið hvassviðri var á slysstað. Allir starfsmenn verkstæðis KM þjónustunnar voru boðaðir á slysstað, fjórir á vegum Slökkviliðs Dalabyggðar og einn til að sinna dráttarbílaþjónustu. Vegna þessa þurfti að loka verkstæðinu eftir hádegi en starfsfólk verslunar var á staðnum til að taka á móti viðskiptavinum og gera grein fyrir aðstæðum. Sjá nánar frétt á Skessuhorni: Alvarlegt umferðarslys í Miðdölum